Hiti-sviti-sól og sumar...

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_received_files_camping.jpg

Margir hafa kvartað yfir því að ég bloggi ekki nóg svo loksins gef ég mér tíma til að setjast fyrir framan tölvuna, loka sólina og hitann úti og skrifa einsog nokkrar línur. Ég fékk líka kvartanir um þetta bloggsvæði, það væri ómögulegt að commenta og sjálf er ég að lenda í veseni með að setja inn myndir… En ég ætla að prófa þetta aðeins lengur, Maja ekki örvænta ég er búin að breyta stillingum á commentunum svo nú ætti þetta vonandi að vera betra.

Jæja, þá erum við LOKSINS komin aftur til Hollands. Já ég leyfi mér að segja loksins!! ,,Heimsreisan" var frábær í næstum alla staði en ég er fegin að þessu ævintýri er lokið.  

Ferðasagan í máli og myndum (myndirnar koma allar undir fleiri myndir fyrir neðan færsluna og til að sjá þær stærri klikkið þá á þær)

1. Við  Dennis héldum af stað keyrandi frá Amsterdam sunnudaginn 9.júlí ásamt Niels og Remi. Við gistum á hóteli í Beaune og horfðum á úrslitaleikinn í HM í ömurlegri stemningu, við öll frekar þreytt eftir langt ferðalag og svo töpuðu frakkar -hefði getað verið gaman að fagna með þeim....

2. Næst keyrðum í alpana, nánar til tekið til Prunières. Þar var hún Rósa (kærasta Remis) í tjaldferðalagi með nokkrum vinkonum úr frönskunáminu. Þessi staður er geggjaður, mæli með honum fyrir alla! Þvílík fegurð annað eins hef ég ekki séð...ekki einu sinni á fallega Íslandi. Við gistum tvær nætur í tjaldi og á daginn syntum við um í köldu vatninu og lágum í sólbaði og ég náði mér meira að segja í SMÁ lit!!!

3. Miðvikudaginn 12.júlí héldum við svo öll fimm saman til Barcelona!! Þar vorum við á frábæru hosteli og skemmtum okkur einsog aldrei fyrr. Eitt orð GAMAN!!

4. Eftir frábæra dvöl í spænska landinu fórum við aftur til Frakklands og að þessu sinni átti ekki að gista í einhverju skíta-tjaldi heldur eðal-íbúð sem við leigðum í gegnum veraldarvefinn. Staðurinn sem varð fyrir valinu heitir því sjarmerandi nafni Gruissan, hljómar mjög fallega -sérstaklega með mínum ekta franska hreim.

En ekki er allt gull sem glóir!!

Þessi staður reyndist vera versti túristabær sem ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér, við önduðum djúpt og ákváðum að örvænta ekki við áttum jú von á frábærri íbúð. Lýsingin á íbúðinni var fullkomin; tvær hæðir, þrjú svefnherbergi, tvennar svalir, baðherbergi, eldhús og borðstofa/stofa. Við borguðum 872evrur fyrir vikuna svo við bjuggumst nú allavega við einhverju þokkalegu. Þvílík vonbrigði þegar við opnuðum dyrnar!!! Annað eins ógeð hef ég aldrei séð, skíturinn og sóðaskapurinn var ótrúlegur!! Allt klístrað og við gátum ekki einu sinni notað leirtauið –það var allt grútskítugt inn í eldhússkápunum... Svo vantaði líka efri hæðina og eitt herbergi virtist hafa gufað upp....en til að spara stóru orðin og allt nöldrið þá ætla ég að henda inn nokkrum myndum ykkur til ánægju og yndisauka. Þetta gæti verið dæmi um ,,hvernig á ekki að innrétta hús”.

En þrátt fyrir hræðilegan stað og enn hræðilegri íbúð þá skemmtum við okkur konunglega. Á hverjum degi fórum við í ferðir, t.d. í vínsmökkun, vínhelli, keilu og heimsóttum líka næstum allar borgir og bæi í nágrenninu. Öll kvöldin fórum við út að borða, vorum samt ekki alltaf flott á því -enduðum nefnilega tvisvar á stóra emminu!! Það var þá okkar eini kostur því frakkar eru mjög harðir í veitingabransanum, eftir klukkan tíu er hvergi hægt að fá afgreiddan mat nema skyndibita. Eftir kvöldmat, eftirrétt og kaffi brunuðum við svo heim til Gruissan þar sem við spiluðum póker á svölunum og sötruðum rauðvín. Ég verð nú að játa að ég kolféll fyrir póker, er líka með þetta meðfædda pókerface svo ég er drullu góð...

5. Laugardaginn 22.júlí pökkuðum við dótinu okkar, skiluðum við lyklunum af íbúðinni og héldum af stað til Amsterdam. Á leiðinni ,,heim" gistum við eina nótt í Montpellier og eina nótt í Sarreguemines. Mér leist mjög vel á Montpellier, ímynda mér að þessi borg sé hálfgerð Salamanca Frakklands. Það er líka pottþétt að ég kíki aftur þangað við tækifæri því hún Brynja frænka ætlar að flytja þangað eftir áramót og þá verð ég að sjálfsögðu að kíkja í heimsókn.

Ferðin var í heildina frábær en ég get ekki mælt með því að ferðast fimm saman í einum fimm manna bíl, það komu upp vandamál og við rifumst eins og hundur og köttur -ekki ég og Dennis þó, heldur við öll hin... En öll dýrin í skóginum eru vinir í dag!

En að allt öðru....

Síðan ég kom til Hollands er búið að vera heitt, mjög heitt. Alltaf allavega 30 stiga hiti og glampandi sól, heitasti júlí síðan sautjánhundruðogsúrkál. Heppin ég!! Ég sem er alltaf ómöguleg í miklum hita, sannur íslendingur sem líður best í 15-20 gráðum og skugga.

Ég er algjörlega búin að komast að því að ég er miklu meiri haust- og vetrartýpa, fór til dæmis að reyna að versla föt og hélt að ég myndi gubba!! Þessi sumarföt eru nú langt frá því að vera smart, litirnir einsog sjálfur regnboginn hefði skitið yfir búðirnar. Ég náði þó að kaupa svartar kvartbuxur (einu svörtu buxurnar í H&M) svartan bol og bikíní. Mig dreymir um að ganga í gallabuxum, stígvélum, peysu, jakka og jafnvel með þunnan trefil um hálsinn. Ég bið samt ekki um kulda, bara ekki þennan hita –ég vil ganga í venjulegum fötum takk fyrir!!!

Í vikunni fengum við þær gleðifréttir að við erum hugsanlega komin með í íbúð frá og með miðjum september. Þessi íbúð er í Den Haag og er víst mjög kósý og uppí risi, okkar eigin ásvallagata í Hollandi ummmm einsog draumur. Leigan er um litlar 620 evrur svo það ætti að vera vel viðráðanlegt fyrir okkur ríka fólkið! Ég er svo spennt að ég er að springa –mín eigin íbúð, get ekki beðið....best að fara að kíkja í IKEA til að fá einhverjar hugmyndir. Verð að reyna að nýta rýmið sem allra best;) hehehehe

Elskurnar mínar, vona að þið hafið það gott og óska þess að þið fáið sumarveður sem fyrst!! 

*kyss*kyss*


c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_2006_juli-roadtrip_imgp5862.jpg
c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_2006_juli-roadtrip_imgp5816_40853.jpg
c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_2006_juli-roadtrip_imgp6009.jpg
c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_2006_juli-roadtrip_imgp6018.jpg
c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_2006_juli-roadtrip_imgp6019.jpg
c_documents_and_settings_user_my_documents_my_pictures_2006_juli-roadtrip_imgp5935.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fæ mestu nostalgíu og fortíðarþrá þegar ég les þetta blogg. mig dreymir um holland á nóttunni.... hehe
en já ekki búast við því að fá nein flott föt í Hollandi, ekki einu sinni í Amsterdam. Holland er mesta tískuslys sem orðið hefur í sögu tískunnar. Enda vorum við fjölskyldan frekar hallærisleg þegar við bjuggum þar. Nóg um það....
Ég er ánægð að heyra að þér líkar vel í niðurlöndunum og fæ tár í augun þegar ég heyri orðin "íbúð", "innrétta" og "ikea".
Skemmtu þér vel gullið mitt með kærastanum....þangað til að ég kem og held uppi stuðinu í viku eða svo!
kv. Vigga frænka

Vigdís (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 12:20

2 identicon

takk fyrir ferðasöguna - frábært að fá aftur tækifæri að fylgjast með hverri hreyfingu ykkar. vona að þið fáið draumaíbúðina ykkar.
Nú styttist í að Þórir kemur til ykkar - hann er fullur tilhlökkunar -
Svo styttist nú líka alltaf í að við Tóta komum. Hlakka óendanlega mikið til að sjá þig aftur elsku Eva og líka Dennis. Bið að heilsa öllum !
Kossar og knús. Mamma

Signý Gísladóttir (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband