Undur og stórmerki!!!

Vid erum komin med íbúd í Den Haag!!

Skrifudum undir samninginn ádan og byrjum ad mála á morgun. Erum rosalega ánægd; 60m² og 550 evrur á mánudi. Ástandid er frekar slæmt, allt sem hefur verid gert er illa gert svo vid ætlum ad fixa og laga vel til. Annars er íbúdin sjálf mjög fín, tvö 13m² herbergi, annad med arinn, svo lítid herbergi sem er 6m², lítid eldhús med tveimur ískápum en ekki bakaraofni, tvískipt badherbergi; sturta+vaskur og klósett+vaskur og svo sídast enn ekki síst er walk-in closet!!! loksins fá fötin mín þad sem þau eiga skilid og skórnir!! Rúsínan í pylsuendanum eru svo svalirnar -1,60mX3,30m hvorki meira né minna! Hverfid er alveg ágætt eda eiginlega mjög fínt, vid búum í betri endanum. Vid reiknum med ad flytja inn í vikunni eda bara eins fljótt og hægt er, gistum hjá Jorg á medan vid erum allslaus. En fyrir ykkur öll ad vita þá er gestaherbergi svo allir eru hér med formlega bodnir í heimsóknHlæjandi Um leid og allt fer af stad þá fáum vid okkur nettengingu en vid ætlum ekki ad fá heimasíma, þad er víst dýrt og frekar mikid vesen en vid verdum ad sjálfsögdu med SKYPE med inneign svo ég geti hringt í ykkur hvenær sem er!!! Svo er ég med gsm svo þad er alltaf hægt ad ná í mig.

Vid stefnum ad botna mínusinn til ad borga fyrir ágúst og einn mánud í tryggingu og svo verdur náttúrulega ad versla innbú -ekkert gaman ad tómri íbúd. En þetta reddast audvitad svo er ég mjög líklega komin med vinnu hér -Rakel, þú veist hvarGlottandi  nú er bara ad skrá sig í nám, einhverjar hugmyndir hvad ég gæti farid ad læra???

Farin í draumalandid zz zzzzZZzzzZzzz......ástarkvedjur

p.s. samningurinn gildir í eitt ár... og pabbi vid ætlum ekki ad parketleggja því gólfid undir teppinu er nothæft...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vááááá æði elsku Eva. Til hamingju með nýju íbúðina. kram sjana

sjana (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 08:19

2 identicon

Fráááábært - til hamingju með íbúðina elsku Eva mín og Dennis =) Hrikalega gaman að lesa ferðasöguna ykkar og um lífið í Hollandi ;-) NJOTTU TESS ;-) Knúúús og kossar frá Svövu -Helgi biður líka rosa vel að heilsa =)

Svava Bernhard (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 13:05

3 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Takk stelpur!! Hvenær á svo ad kíkja í heimsókn???

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 8.8.2006 kl. 19:07

4 identicon

Til hamingju Elsku krakkar mínir, þetta er frábært :) Eva ég reyndi að ná í þig áðan en það kom bara eitthvað hollenskt sem ég skildi ekki en ég prufa aftur mjög fljótlega. Hafið það áfram gott og gangi ykkur vel í íbúðarstandinu.
Love Rach

rakel (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 22:12

5 identicon

HOLA CHICA!
innilega til hamingju, bæði tvö... með þennan stórkostlega áfanga;)
Hvaða vinnu ertu komin með???

Kv. Vigdís

ps. farðu að læra bensínverkfræði.

Vigdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 00:04

6 identicon

Hæ bara að athuga hvort ég geti kommentað - er orðin frekar pirripú á þessu kerfi ;( Innilega til hamingju með nýju íbúðina, vonandi fáum við myndir inn sem fyrst.... Rakel var hjá mér áðan og sagðist hafa verið að tala við þig. Það er nú alveg fyrir þig að fá í hendurnar illa farna íbúð og gera hana upp eftir eigin höfði :) frábært!!!! Aldrei að vita nema maður skelli sér í heimsókn einhvern tímann.... vonandi allavega :) heyrumst MAJA
p.s. takk fyrir afmæliskveðjurnar

María Björg (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 22:54

7 identicon

vei þetta tókst :) hipphipphúrra

María Björg (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 22:55

8 identicon

11 dagar í mig :) CAN'T WAIT!!!!!! vá hvað verður gaman hjá okkur :)
Love Rachel

Rakel (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband