Fréttir -finally!

Jæja þá er komið því að koma með eina nýja og ferska færslu í tilefni af því að það er svo margt búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast. Annars verð ég nú að játa að mér leiðist heldur mikið að blogga. Vil heldur ekki vera of dugleg svo allir á Íslandi viti allt um mitt líf og enginn nennir lengur að hringja eða senda e-mail –væri frekar dapurt. 

Fréttayfirlit í nokkurn veginn réttri tímaröð 

Frétt númer eitt er að Ljónshjarta kom í heimsókn til okkar. Við skemmtum okkur ótrúlega vel þessa viku. Fórum í Efteling og til Amsterdam og litli gaurinn skrapp svo bara einn til Rotterdam í dagsferð og fannst það alveg frábært. Við kíktum að sjálfsögðu í H&M og svo aðeins á djammið, en Remi sá alfarið um það kvöld, við skötuhjú erum orðin svo hrikalega róleg í þessu djammstússi öllu. En þeir félagar skemmtu sér mjög vel langt fram á rauða nótt. Takk elsku bróðir fyrir komuna!! Velkominn aftur hvunar sem erHlæjandi

Frétt númer tvö er að Dennis ofurtöffari er kominn með ofurtöff vinnu. Jibbíjey!! Hann er að vinna hjá IND, útlendingastofnun á íslensku. Svo nú þarf hann að vita allt um útlendinga einsog mig!! Hann er mjög ánægður með jobbið og er rosalega duglegur!! Verður að teljast heppinn með að fá svona fína vinnu þar sem hann er enn óústkrifaður!! Hann þarf að vinna 36 stundir á viku og ákvað að vinna 9 tíma á dag 4 daga vikunnar, svo alla fimmtudaga er fríGlottandi  

Frétt númer þrjú er að Rakel vinkona kom í langþráða heimsókn. Algjörlega frábært að fá hana hingað! Við spjölluðum út í eitt, við höfðum ekkert hist og lítið heyrst í heila tvo mánuði svo það var margt sem þurfti að ræða. En við gerðum meira en bara að tala…jújú við verlsuðum og settumst á kaffihús (aldrei á coffieshop samt!!), svo fórum við að sjálfsögðu til Amsterdam og skoðuðum alvöru hollenska menningu –RAUDA HVERFID!! Held að Rakel sé enn að jafna sig eftir menningasjokkið. Einnig kíktum við á Club 11 í sem er mjög kúl klúbbur á 11. hæð í gömlu risastóru húsi sem á að rífa fljótlega, frá þessum stað er geggjað útsýni og okkur fannst frekar gott að sitja þarna yfir bjór og horfa yfir Amsterdam. Við fórum líka á fallegu ströndina hér í Haag, Scheveningen, þar kíktum við á hinn merka stað Crazy Pianos sem er létt geggjaður bar með lifandi músík! Orð geta ekki líst þessari stemningu...

Við áttum ótrúlega góðar stundir saman þessa fimm daga (Rakel næst verðuru að stoppa lengur!!) og það var mjög erfitt að kveðjast á flugvellinum og nokkur voru tár felld… uhuhhuuu… En það verður eiginlega að fylgja þessari frétt að sólardýrkandinn hún Rakel var hrikalega óheppin, því allan tímann meðan hún var hér rigndi hræðilega en stytti upp daginn eftir að hún fór og hitinn er búinn að vera óbærilegur, 23-28 gráður! Hún hefði alveg fílað hitann, ekki satt Rachel??

Takk elsku Rakel fyrir komuna!! Hlakka til að fá þig hingað aftur asap og dragðu stelpurnar meðJ og auðvitað Hrafninn líka!! 

Þá er komið að frétt númer fjögur sem er um mig og bara um mig!!

Ég tók þá ákvörðun að skella mér á skólabekk, fæ klapp á bakið fyrir það. Nýji skólinn heitir Haagse Hogeschool og námið heitir hvorki meira né minna en International Business and Management Studies. Ég er búin að bíða heillengi eftir svari frá skólanum hvort ég kæmist inn en nú er ég formlega orðin nemandi og get byrjað að stúdera í næstu viku –Guð hjálpi mér!!! Ég er mjög spennt, finnst ekki svo gaman að vera heimavinnandi húsmóðir.

Næsta frétt er stórfrétt!! Númer fimm: við komum heim um jólin!!!

Jebb, mamma keypti miða fyrir okkur um daginn, svo nú er það alveg á hreinu að við verðum á Klakanum 21.desember-4.janúar!! Gamla náði líka að redda okkur íbúð þessar tvær vikur svo þetta verður alger lúxus! Hlökkum hrikalega mikið til…getum varla beðið, held að Dennis sé jafnvel aðeins spenntari en ég!! Þetta verður frábært frí, alvöru jólafrí með fullt af góðum mat og gjöfum og áramótum og frosti og snjó og fjölskyldu og vinum og já bara ekta íslensk jól!!  

Svo ein frétt að lokum, sem er samt engin frétt beint… en Höllin sem við leigðum á Íslandi, ásvallagatan mín, en til sölu! Íbúðin fæst fyrir litlar 18,5 millur svo ef einhver vill koma mér á óvart Ullandi þá væri ég alveg til í að eignast þessa glæsilegu íbúð sem okkur leið svo vel í… bara hugmynd, þið gætuð líka keypt hana fyrir ykkur sjálf og boðið mér oft oft í heimsókn, útsýnið úr stofunni er náttúrulega priceless!!! Og það að búa á fjórðu hæð og ekki með lyftu er hollt fyrir allaJ ómetanleg ókeypis hreyfing. 

Þá er það komið á hreint!Hef ekkert meira í bili, en lofa að vera duglegri að blogga… eða lofa að reyna að vera duglegri að blogga allavega –aldrei að lofa því sem maður getur kannski ekki staðið við.  

Verið nú skemmtileg og kommentið og skrifið í gestabókina, svo notó að fá kveðjur. 

ykkar Eva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært blogg og fullt af skemmtilegum fréttum Eva mín! Gott að þér líður vel - og það verður frábært að fá ykkur heim um jólin. Við veðrum bara að skipuleggja tímann vel svo mínúturnar fari ekki til spillis. Ég hlakka svo til að sýna ykkur Línuna mína - hún er svo hress og fyndin, vonandi verður hún farin að ganga þá :)Valþór er líka þokkalega til í að fá fótboltaáhorfsfélagann aftur ;) Svo verður matarboð hjá öllum flokknum okkar, jájá dagskráin verður þétt.... Frábært að heyra með skólann - þú átt eftir að ná langt, nú þarftu ekki lengur að vera þerna á hóteli þú verður eigandi eða í það minnsta framkvæmdastjóri ;)
Hafið það rosalega gott krúttin mín - við þurfum að heyrast í símanum fljótlega og nota vefmyndavélina ;)
Hlakka til um jólin 100 dagar í aðfangadag svona um það bil....
Ykkar
MAJA

MAJA (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 21:19

2 identicon

Sæl krúttmúsin mín...æðislegt að heyra frá þér og að allt gengur ljómandi vel:-)
Hvað er aftur númerið þitt úti, síminn minn er búinn að vera í rugli og inn og út af verkstæði:-( langar aðeins að spjalla við þig....kram sjana

sjana (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:29

3 identicon

Sæl krúttmúsin mín...æðislegt að heyra frá þér og að allt gengur ljómandi vel:-)
Hvað er aftur númerið þitt úti, síminn minn er búinn að vera í rugli og inn og út af verkstæði:-( langar aðeins að spjalla við þig....kram sjana

sjana (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:29

4 identicon

Loksins loksins, bloggið sem ég hef beðið eftir ;) ótrúlega gaman að fá smá fréttir, þrátt fyrir að hafa vitað nánast allar ;)
Get ekki beðið eftir að fá ykkur heim um jólin, svo verður maður bara að fara að plana ferð til ykkar næsta vor ;)
Love
Rach

Rakel (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband