Færsluflokkur: Bloggar

Hætt

Er komin með nýtt og betra blogg

 

http://blog.central.is/evaihollandi

 

Endilega fylgist með hinni nýju og fersku síðu!


skolalifid

'Eg er i skolanum, i sma gati og hef ekkert ad gera svo 'eg akvad ad henda inn sma færslu i tilefni thess ad 'eg er loksins komin med notandanafn fyrir tolvurnar her. Svo nuna verdur thessi blessada sida min kannski adeins oflugri -margar daudar stundir i skolanum og madur fer nu varla ad nota thennan dyrmæta tima til ad kikja i bækurnar...

Annars er allt voda fint ad fretta -allir hressir og friskir! Thad er nu ekki mikid til ad skrifa um, thvi lif okkar er frekar fabrotid nuna....Dennis vinnur og vinnur og slakar a thess a milli og stjanar vel vid mig ad sjalfsogdu! 'Eg var ordin svo von thessari thjonustu hans ad eg var hætt ad gera nokkurn skapadan hlut, horfdi bara a sjonvarpid a medan hann eldadi og stauladist svo inn i rum thegar 'eg var ordin threytt og skildi hann eftir med allt uppvaskid! 'Eg hegda mer alltaf eftir adstædum!!! Svo eftir nokkra daga vard hann edlilega threyttur a thessari leti i mer og ræddi thetta vid mig -mjog varlega samt, hann heldur nefnilega ad eg se svo svakalega vidkvæm nuna!! 'Eg var ekki lengi ad bregdast vid og sidan tha hef 'eg verid draumakærastan, 'eg thvæ thotta og elda kvoldmat og alles. Svo thad er aftur komid jafnægi a heimilishaldid. Hann var svo anægdur ad hann keypti handa mer ryksugu, eda vid fjárfestum í ryksugu. Thetta er alveg næstu kynslódar ryksuga med rykboxi en ekki hallærislegum ryksugupokum einsog i ,,gamla daga". Alger luxus ad geta thrifid almennilega, agætis likamsræktGlottandi

Greinilega gurkutid i Hollandi....thid verdid ad bida tholinmod thangad til eitthvad krassandi gerist.

Bid ykkur vel ad lifa!!


Fréttir -finally!

Jæja þá er komið því að koma með eina nýja og ferska færslu í tilefni af því að það er svo margt búið að gerast hjá mér síðan ég skrifaði síðast. Annars verð ég nú að játa að mér leiðist heldur mikið að blogga. Vil heldur ekki vera of dugleg svo allir á Íslandi viti allt um mitt líf og enginn nennir lengur að hringja eða senda e-mail –væri frekar dapurt. 

Fréttayfirlit í nokkurn veginn réttri tímaröð 

Frétt númer eitt er að Ljónshjarta kom í heimsókn til okkar. Við skemmtum okkur ótrúlega vel þessa viku. Fórum í Efteling og til Amsterdam og litli gaurinn skrapp svo bara einn til Rotterdam í dagsferð og fannst það alveg frábært. Við kíktum að sjálfsögðu í H&M og svo aðeins á djammið, en Remi sá alfarið um það kvöld, við skötuhjú erum orðin svo hrikalega róleg í þessu djammstússi öllu. En þeir félagar skemmtu sér mjög vel langt fram á rauða nótt. Takk elsku bróðir fyrir komuna!! Velkominn aftur hvunar sem erHlæjandi

Frétt númer tvö er að Dennis ofurtöffari er kominn með ofurtöff vinnu. Jibbíjey!! Hann er að vinna hjá IND, útlendingastofnun á íslensku. Svo nú þarf hann að vita allt um útlendinga einsog mig!! Hann er mjög ánægður með jobbið og er rosalega duglegur!! Verður að teljast heppinn með að fá svona fína vinnu þar sem hann er enn óústkrifaður!! Hann þarf að vinna 36 stundir á viku og ákvað að vinna 9 tíma á dag 4 daga vikunnar, svo alla fimmtudaga er fríGlottandi  

Frétt númer þrjú er að Rakel vinkona kom í langþráða heimsókn. Algjörlega frábært að fá hana hingað! Við spjölluðum út í eitt, við höfðum ekkert hist og lítið heyrst í heila tvo mánuði svo það var margt sem þurfti að ræða. En við gerðum meira en bara að tala…jújú við verlsuðum og settumst á kaffihús (aldrei á coffieshop samt!!), svo fórum við að sjálfsögðu til Amsterdam og skoðuðum alvöru hollenska menningu –RAUDA HVERFID!! Held að Rakel sé enn að jafna sig eftir menningasjokkið. Einnig kíktum við á Club 11 í sem er mjög kúl klúbbur á 11. hæð í gömlu risastóru húsi sem á að rífa fljótlega, frá þessum stað er geggjað útsýni og okkur fannst frekar gott að sitja þarna yfir bjór og horfa yfir Amsterdam. Við fórum líka á fallegu ströndina hér í Haag, Scheveningen, þar kíktum við á hinn merka stað Crazy Pianos sem er létt geggjaður bar með lifandi músík! Orð geta ekki líst þessari stemningu...

Við áttum ótrúlega góðar stundir saman þessa fimm daga (Rakel næst verðuru að stoppa lengur!!) og það var mjög erfitt að kveðjast á flugvellinum og nokkur voru tár felld… uhuhhuuu… En það verður eiginlega að fylgja þessari frétt að sólardýrkandinn hún Rakel var hrikalega óheppin, því allan tímann meðan hún var hér rigndi hræðilega en stytti upp daginn eftir að hún fór og hitinn er búinn að vera óbærilegur, 23-28 gráður! Hún hefði alveg fílað hitann, ekki satt Rachel??

Takk elsku Rakel fyrir komuna!! Hlakka til að fá þig hingað aftur asap og dragðu stelpurnar meðJ og auðvitað Hrafninn líka!! 

Þá er komið að frétt númer fjögur sem er um mig og bara um mig!!

Ég tók þá ákvörðun að skella mér á skólabekk, fæ klapp á bakið fyrir það. Nýji skólinn heitir Haagse Hogeschool og námið heitir hvorki meira né minna en International Business and Management Studies. Ég er búin að bíða heillengi eftir svari frá skólanum hvort ég kæmist inn en nú er ég formlega orðin nemandi og get byrjað að stúdera í næstu viku –Guð hjálpi mér!!! Ég er mjög spennt, finnst ekki svo gaman að vera heimavinnandi húsmóðir.

Næsta frétt er stórfrétt!! Númer fimm: við komum heim um jólin!!!

Jebb, mamma keypti miða fyrir okkur um daginn, svo nú er það alveg á hreinu að við verðum á Klakanum 21.desember-4.janúar!! Gamla náði líka að redda okkur íbúð þessar tvær vikur svo þetta verður alger lúxus! Hlökkum hrikalega mikið til…getum varla beðið, held að Dennis sé jafnvel aðeins spenntari en ég!! Þetta verður frábært frí, alvöru jólafrí með fullt af góðum mat og gjöfum og áramótum og frosti og snjó og fjölskyldu og vinum og já bara ekta íslensk jól!!  

Svo ein frétt að lokum, sem er samt engin frétt beint… en Höllin sem við leigðum á Íslandi, ásvallagatan mín, en til sölu! Íbúðin fæst fyrir litlar 18,5 millur svo ef einhver vill koma mér á óvart Ullandi þá væri ég alveg til í að eignast þessa glæsilegu íbúð sem okkur leið svo vel í… bara hugmynd, þið gætuð líka keypt hana fyrir ykkur sjálf og boðið mér oft oft í heimsókn, útsýnið úr stofunni er náttúrulega priceless!!! Og það að búa á fjórðu hæð og ekki með lyftu er hollt fyrir allaJ ómetanleg ókeypis hreyfing. 

Þá er það komið á hreint!Hef ekkert meira í bili, en lofa að vera duglegri að blogga… eða lofa að reyna að vera duglegri að blogga allavega –aldrei að lofa því sem maður getur kannski ekki staðið við.  

Verið nú skemmtileg og kommentið og skrifið í gestabókina, svo notó að fá kveðjur. 

ykkar Eva


Nenni ekki...

..að blogga

Vil bara minna ykkur a að eg er a lífi og er enn hirkalega töff einsog alltafSvalur


Undur og stórmerki!!!

Vid erum komin med íbúd í Den Haag!!

Skrifudum undir samninginn ádan og byrjum ad mála á morgun. Erum rosalega ánægd; 60m² og 550 evrur á mánudi. Ástandid er frekar slæmt, allt sem hefur verid gert er illa gert svo vid ætlum ad fixa og laga vel til. Annars er íbúdin sjálf mjög fín, tvö 13m² herbergi, annad med arinn, svo lítid herbergi sem er 6m², lítid eldhús med tveimur ískápum en ekki bakaraofni, tvískipt badherbergi; sturta+vaskur og klósett+vaskur og svo sídast enn ekki síst er walk-in closet!!! loksins fá fötin mín þad sem þau eiga skilid og skórnir!! Rúsínan í pylsuendanum eru svo svalirnar -1,60mX3,30m hvorki meira né minna! Hverfid er alveg ágætt eda eiginlega mjög fínt, vid búum í betri endanum. Vid reiknum med ad flytja inn í vikunni eda bara eins fljótt og hægt er, gistum hjá Jorg á medan vid erum allslaus. En fyrir ykkur öll ad vita þá er gestaherbergi svo allir eru hér med formlega bodnir í heimsóknHlæjandi Um leid og allt fer af stad þá fáum vid okkur nettengingu en vid ætlum ekki ad fá heimasíma, þad er víst dýrt og frekar mikid vesen en vid verdum ad sjálfsögdu med SKYPE med inneign svo ég geti hringt í ykkur hvenær sem er!!! Svo er ég med gsm svo þad er alltaf hægt ad ná í mig.

Vid stefnum ad botna mínusinn til ad borga fyrir ágúst og einn mánud í tryggingu og svo verdur náttúrulega ad versla innbú -ekkert gaman ad tómri íbúd. En þetta reddast audvitad svo er ég mjög líklega komin med vinnu hér -Rakel, þú veist hvarGlottandi  nú er bara ad skrá sig í nám, einhverjar hugmyndir hvad ég gæti farid ad læra???

Farin í draumalandid zz zzzzZZzzzZzzz......ástarkvedjur

p.s. samningurinn gildir í eitt ár... og pabbi vid ætlum ekki ad parketleggja því gólfid undir teppinu er nothæft...

 


Hiti-sviti-sól og sumar...

c_documents_and_settings_user_my_documents_my_received_files_camping.jpg

Margir hafa kvartað yfir því að ég bloggi ekki nóg svo loksins gef ég mér tíma til að setjast fyrir framan tölvuna, loka sólina og hitann úti og skrifa einsog nokkrar línur. Ég fékk líka kvartanir um þetta bloggsvæði, það væri ómögulegt að commenta og sjálf er ég að lenda í veseni með að setja inn myndir… En ég ætla að prófa þetta aðeins lengur, Maja ekki örvænta ég er búin að breyta stillingum á commentunum svo nú ætti þetta vonandi að vera betra.

Jæja, þá erum við LOKSINS komin aftur til Hollands. Já ég leyfi mér að segja loksins!! ,,Heimsreisan" var frábær í næstum alla staði en ég er fegin að þessu ævintýri er lokið.  

Ferðasagan í máli og myndum (myndirnar koma allar undir fleiri myndir fyrir neðan færsluna og til að sjá þær stærri klikkið þá á þær)

1. Við  Dennis héldum af stað keyrandi frá Amsterdam sunnudaginn 9.júlí ásamt Niels og Remi. Við gistum á hóteli í Beaune og horfðum á úrslitaleikinn í HM í ömurlegri stemningu, við öll frekar þreytt eftir langt ferðalag og svo töpuðu frakkar -hefði getað verið gaman að fagna með þeim....

2. Næst keyrðum í alpana, nánar til tekið til Prunières. Þar var hún Rósa (kærasta Remis) í tjaldferðalagi með nokkrum vinkonum úr frönskunáminu. Þessi staður er geggjaður, mæli með honum fyrir alla! Þvílík fegurð annað eins hef ég ekki séð...ekki einu sinni á fallega Íslandi. Við gistum tvær nætur í tjaldi og á daginn syntum við um í köldu vatninu og lágum í sólbaði og ég náði mér meira að segja í SMÁ lit!!!

3. Miðvikudaginn 12.júlí héldum við svo öll fimm saman til Barcelona!! Þar vorum við á frábæru hosteli og skemmtum okkur einsog aldrei fyrr. Eitt orð GAMAN!!

4. Eftir frábæra dvöl í spænska landinu fórum við aftur til Frakklands og að þessu sinni átti ekki að gista í einhverju skíta-tjaldi heldur eðal-íbúð sem við leigðum í gegnum veraldarvefinn. Staðurinn sem varð fyrir valinu heitir því sjarmerandi nafni Gruissan, hljómar mjög fallega -sérstaklega með mínum ekta franska hreim.

En ekki er allt gull sem glóir!!

Þessi staður reyndist vera versti túristabær sem ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér, við önduðum djúpt og ákváðum að örvænta ekki við áttum jú von á frábærri íbúð. Lýsingin á íbúðinni var fullkomin; tvær hæðir, þrjú svefnherbergi, tvennar svalir, baðherbergi, eldhús og borðstofa/stofa. Við borguðum 872evrur fyrir vikuna svo við bjuggumst nú allavega við einhverju þokkalegu. Þvílík vonbrigði þegar við opnuðum dyrnar!!! Annað eins ógeð hef ég aldrei séð, skíturinn og sóðaskapurinn var ótrúlegur!! Allt klístrað og við gátum ekki einu sinni notað leirtauið –það var allt grútskítugt inn í eldhússkápunum... Svo vantaði líka efri hæðina og eitt herbergi virtist hafa gufað upp....en til að spara stóru orðin og allt nöldrið þá ætla ég að henda inn nokkrum myndum ykkur til ánægju og yndisauka. Þetta gæti verið dæmi um ,,hvernig á ekki að innrétta hús”.

En þrátt fyrir hræðilegan stað og enn hræðilegri íbúð þá skemmtum við okkur konunglega. Á hverjum degi fórum við í ferðir, t.d. í vínsmökkun, vínhelli, keilu og heimsóttum líka næstum allar borgir og bæi í nágrenninu. Öll kvöldin fórum við út að borða, vorum samt ekki alltaf flott á því -enduðum nefnilega tvisvar á stóra emminu!! Það var þá okkar eini kostur því frakkar eru mjög harðir í veitingabransanum, eftir klukkan tíu er hvergi hægt að fá afgreiddan mat nema skyndibita. Eftir kvöldmat, eftirrétt og kaffi brunuðum við svo heim til Gruissan þar sem við spiluðum póker á svölunum og sötruðum rauðvín. Ég verð nú að játa að ég kolféll fyrir póker, er líka með þetta meðfædda pókerface svo ég er drullu góð...

5. Laugardaginn 22.júlí pökkuðum við dótinu okkar, skiluðum við lyklunum af íbúðinni og héldum af stað til Amsterdam. Á leiðinni ,,heim" gistum við eina nótt í Montpellier og eina nótt í Sarreguemines. Mér leist mjög vel á Montpellier, ímynda mér að þessi borg sé hálfgerð Salamanca Frakklands. Það er líka pottþétt að ég kíki aftur þangað við tækifæri því hún Brynja frænka ætlar að flytja þangað eftir áramót og þá verð ég að sjálfsögðu að kíkja í heimsókn.

Ferðin var í heildina frábær en ég get ekki mælt með því að ferðast fimm saman í einum fimm manna bíl, það komu upp vandamál og við rifumst eins og hundur og köttur -ekki ég og Dennis þó, heldur við öll hin... En öll dýrin í skóginum eru vinir í dag!

En að allt öðru....

Síðan ég kom til Hollands er búið að vera heitt, mjög heitt. Alltaf allavega 30 stiga hiti og glampandi sól, heitasti júlí síðan sautjánhundruðogsúrkál. Heppin ég!! Ég sem er alltaf ómöguleg í miklum hita, sannur íslendingur sem líður best í 15-20 gráðum og skugga.

Ég er algjörlega búin að komast að því að ég er miklu meiri haust- og vetrartýpa, fór til dæmis að reyna að versla föt og hélt að ég myndi gubba!! Þessi sumarföt eru nú langt frá því að vera smart, litirnir einsog sjálfur regnboginn hefði skitið yfir búðirnar. Ég náði þó að kaupa svartar kvartbuxur (einu svörtu buxurnar í H&M) svartan bol og bikíní. Mig dreymir um að ganga í gallabuxum, stígvélum, peysu, jakka og jafnvel með þunnan trefil um hálsinn. Ég bið samt ekki um kulda, bara ekki þennan hita –ég vil ganga í venjulegum fötum takk fyrir!!!

Í vikunni fengum við þær gleðifréttir að við erum hugsanlega komin með í íbúð frá og með miðjum september. Þessi íbúð er í Den Haag og er víst mjög kósý og uppí risi, okkar eigin ásvallagata í Hollandi ummmm einsog draumur. Leigan er um litlar 620 evrur svo það ætti að vera vel viðráðanlegt fyrir okkur ríka fólkið! Ég er svo spennt að ég er að springa –mín eigin íbúð, get ekki beðið....best að fara að kíkja í IKEA til að fá einhverjar hugmyndir. Verð að reyna að nýta rýmið sem allra best;) hehehehe

Elskurnar mínar, vona að þið hafið það gott og óska þess að þið fáið sumarveður sem fyrst!! 

*kyss*kyss*


Fleiri myndir

Nýtt líf..

...er hafið!!

Mín bara stungin af, farin af landi brott og mjög sátt med ákvördunina og frekar stolt. Sakna sumra samt adeins...en thad fylgir.

Lífid hér í Nidurlöndum er yndislegt, sól og sumar hvern einasta dag (hingad til allavegana) og svo er ég líka í fríi svona til ad byrja med svo thetta er alger lúxus.

 

Ferdasagan:

2.júlí keyrdi mamma mig og Söndru (sem var ad fara til Thýskalands) út á flugvöll. Flugid gekk mjög vel, ég var daudthreytt og svaf alla leidina -hugsanlegt ad ég hafi slefad adeins á öxlina á sessunaut mínum...en ég meina enginn er verri thó hann vökniÓákveðinn  

Á Schiphol tók Dennis svo á móti mér, thvílíkir fagnadarfundir!! Alltaf gaman ad hittast aftur eftir 10 vikna adskilnad -naudsynlegt jafnvelGlottandi 

Sídan thá erum vid búin ad njóta lífsins í hitanum í Amsterdam. Eina vandamálid er ad reyna ad sofa í 30 stiga hita -hrikalegt. En madur thorir náttúrulega ekki ad kvarta yfir hita thegar madur veit ad thid erud oll ad krókna á Fróni.... Svona er lífid bara, sumir í hita en adrir í kulda.

Í gaer skelltum vid okkur svo nordur til Harlingen til tengdó og aetlum ad vera hér thangad til á laugardaginn. Hér er alltaf frábaert; rólegt, notalegt og alltaf vel stjanad vid mann -mér leidist thad nú aldrei! Svo er líka adeins svalara hér enn í stórborginni, gola og smá náttúra.

Í dag hjóludum vid um allt og vörkudum adeins tanid í leidinni. Svo ég aetti ad vera ordin nokkrum grömmum léttari og tveimur tónum dekkri -töfftöfftöff

 

Á sunnudaginn hefst svo ferdalagid okkar svakalega. Hlakka mikid til. Ég, Dennis, Remi og Niels leggjum af stad snemma morguns keyrandi frá Amsterdam til Frakklands thar sem vid saekjum Rosu, sem er í tjaldferdalagi med nokkrum félögum, og höldum svo öll saman til Barcelona. Vid gistum thar í thrjár naetur og keyrum svo til baka í gegnum Frakkland og gistum thar á nokkrum vel völdum stödum. Ferdin tekur tvaer vikur, svo nú er bara ad krossa putta og vona ad thad verdi ekki alltof heitt! En thetta verdur frábaert sama hvernig vidrar -nóg sólvörn og gott skap bjargar öllu. Svo eru ferdafélagarnir ekki af verri endanum!

 

Í dag fékk thaer frábaeru gledifréttir ad mamma og Tóta fraenka (a.k.a mamma mín nr. 2) eru búnar ad bóka farmida!! Thaer eru vaentanlegar 2.nóvember. Hlakka mikid til ad fá thaer í heimsókn, thad verdur bara gaman ad sýna theim allt hérna. Vona ad ég verdi ordin gód í hollenskunni og komin med íbúd!

Svo aetlar líka stubburinn hann bródir minn ad koma um midjan ágúst og vera í viku, thad verdur stud -Efteling og fleira... Hlakka til ad fá thig hingad ThórirHlæjandi

 

Svo eru margir á gestalista, eiga bara enn eftir ad bóka midann sinn. Best ad nefna engin nöfn -thid vitid hver thid erud.... *hóst*pabbi*hóst*Rakel*hóst*Sjana*hóst*Svava*hóst*Kristín*hóst*Maja*hóst*Bogga*hóst*

 

Ordid ágaett í bili held ég bara. Stefni svo ad tví ad blogga nokkrum sinnum í mánudi med svona smá update af nýju lífi í nýju landi fyrir mína nánustu -vona ad thid nennid ad fylgjast med. Sendi kvedju til ykkar allra.... nennir einhver ad kasta kvedju á ömmur mínar?? gömlu eiga ekki tölvur eins og vid unga fólkid. Farid vel med ykkur og endilega sendid mér mail med nýju slúdri vid taekifaeri...

 

Ást

Ewa


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband